UMSAGNIR FRÁ VIÐSKIPTAVINUM 2024
“Þegar við hjónin hugðumst selja fasteignina okkar, vorum við svo heppin að kynnast Þóreyju Ólafsdóttur. Þóreyju prýða mun fleiri kostir en þeir sem góður, löggiltur fasteignasali verður að hafa lögum samkvæmt.
Þannig er hún ekki aðeins góður fagmaður, löghlýðin, samviskusöm og vandvirk í starfi – heldur einnig hlý, skilningsrík, þolinmóð og einstaklega jákvæð. Auk þess hefur hún slíka ástríðu fyrir starfi sínu, að ekki er hægt annað en að hrífast með. Henni tókst af röggsemi og lipurð að selja eignina okkar við erfiðar aðstæður á fasteignamarkaði.
Við hjónin gefum Þóreyju okkar bestu meðmæli. Kveðja Björg Rúnarsdóttir og Ingimar Örn Jónsson.”
- “Þórey stendur svo sannarlega fyrir einkunnarorðum sínum og gott betur en það Sérstaklega þægilegur sölumaður sem kann sitt fag, gefur góð ráð, heiðarleg og fagmannleg fram í fingurgóma. Ég mæli með Þóreyju alla leið – alltaf. Kveðja Jóna Kristinsdóttir”
- “Við leituðum til Þóreyjar fasteingasala um aðstoð við sölu á íbúð okkar og fengum framúrskarandi þjónustu frá henni. Hún leiðbeindi okkur varðandi undirbúning fyrir myndatöku, sá um opið hús og sölu þegar að því kom.Einnig hjálpaði þórey okkur með að setja inn tilboð í íbúð sem við höfðum áhuga á, samræmdi greiðslur og afhendingartíma, nokkuð sem við höfðum ekki þekkingu á. Mælum eindregið með að leita til Þóreyjar bæði með sölu og kaupum á íbúðum. Kv. Þorbjörg Oddgeirsdóttir og Þráinn þórisson”
- “Þórey er frábær fasteignasali. Virkilega fagmannleg, natin og sýnir viðskiptavinum sínum virðingu og áhuga. Setur sig strax inn í öll mál og lausnamiðuð. Þetta eru oft flókin viðskipti en hún fylgir hlutunum vel eftir og sinnir sínu hlutverki fagmannlega. Einnig er alltaf gott að leita til hennar, hvort sem það er um kaup eða sölu, og gefur sér tíma fyrir kúnnann. Kær kveðja, Pála”
UMSAGNIR FRÁ VIÐSKIPTAVINUM 2023
- “Þórey Ólafsdóttir fasteignasali annaðist sölu á íbúð minni árið 2023. Það var sérlega ánægjulegt að vinna með henni, hún gaf góð ráð varðandi frágang íbúðar fyrir myndatöku og í löngu söluferli þar sem framkomnir kaupendur náðu ekki að uppfylla greiðslumat eða klára söluferli á eigin fasteign var hún í góðum samskiptum við þá, hélt mér vel upplýstum um gang máls og gaf góð ráð. Þá var hún til staðar í opnum húsum og fylgdi málum vel eftir. Hún kemur vel fram og er sölumaður fram í fingurgóma með hag umbjóðanda síns í fyrirrúmi. Ég gef henni mín bestu meðmæli. Þorsteinn Fr. Sigurðsson”
- “Þórey hefur selt fyrir mig tvær eignir og í bæði skiptin gekk allt hratt og vel. Seldar eftir fyrsta opna húsið. Þegar seinni eignin var seld var staðan á fasteignamarkaði erfið og hún hluti af þriggja eigna fléttu sem gekk samt svo vel að allir voru fluttir inn í nýjar eignir á rúmum tveimur mánuðum. Þórey hefur ekki bara séð um sölu á eignum mìnum heldur hefur einnig aðstoðað mig við tilboðsgerð við kaup á nýrri líka. Hún hefur mikla ástríðu fyrir sínu starfi, er mikil fagmanneskja, vinnur starf sitt af miklum heilindum og er allt 100%. Þórey er hlý og skemmtileg í samskiptum og á sama tíma ákveðin og traust. Þórey fær alltaf mín bestu meðmæli og mun vera sá fasteignasali sem ég og börnin mín munu leita til í framtíðinni. Íris Björk Hafsteinsdóttir”
- “Leituðum til Þóreyjar á Landmark eftir að hafa hitt hana á opnu húsi. Hún gerði allt ferlið í flókinni fléttu auðvelt, létti af okkur áhyggjum og lét hlutina ganga upp. Hún var persónuleg án þess að gefa eftir í fagmennsku, alltaf aðgengileg og svaraði strax. Mælum hiklaust með henni og myndum leita til hennar aftur. Kv. Hjörtur og Sigurlaug”
- “Þórey fær okkar allra bestu meðmæli fyrir topp þjónustu og fagmennsku fram í fingurgóma. Hún er lipur í samskiptum, hreinskilin og traust og veitti ómetanlega hjálp og ráðgjöf í kaup- og söluferlinu. Kv Hildur og Heimir úr Dalhúsum.”
- “Þórey Ólafsdóttir hjá Landmark veitti framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum í bæði kaup-og söluferli mínu. Öryggi, þekking, fagmennska, traust og yndislegt viðmót. Þórey er fagmaður fram í fingurgóma og fær mín allra bestu meðmæli, kærar þakkir fyrir mig. Kv Anna Háteigsvegi”
- “Þórey er traustur og áreiðanlegur fasteignasali. Hún er fljót að greina aðalatriðin. Við fyrstu skoðun benti hún mér á hvað mætti betur fara innanhúss áður en sett væri á sölu. Hún var alltaf tilbúin að koma og sýna og ég gat alltaf leitað til hennar. Ég mun leita til hennar aftur. Bkv. Brynja Brúnalandi.”
- “Ég mæli hiklaust með Þóreyju, Hún er einstaklega þægileg í samskiptum og veitir persónulega og góða þjónustu, ég hafði samband við hana þegar ég seldi íbúð sem ég átti. Hún hefur góða þekkingu á markaðnum og allt ferlið frá skráningu til sölu gekk fljótt og vel fyrir sig. Allan tímann hélt hún mér vel upplýstum og leysti úr öllum málum fljótt og vel. Ég er ekki neinum vafa hvert ég leita næst þegar ég þarf að kaupa eða selja fasteign. Kveðja Jón Gunnar”
- “Þórey fær okkar bestu meðmæli eftir að hafa selt fyrir okkur tvær eignir. Einstök þjónusta, þægilegt viðmót og allt eins og best verður á kosið. Skipulag bæði við opið hús, pappírsfrágangur og undirbúningur í kringum það allt upp á 10. Munum örugglega leita til hennar aftur ef við erum í söluhugleiðingum. Bestu kveðjur, Guðrún Gísladóttir”
- “Hún Þórey hjá Landmark seldi fyrir mig eign í Úlfarsárdal og ég mæli hiklaust með henni. Hún er með alla hluti á hreinu og mikill fagmaður. Allt söluferlið var til fyrirmyndar, frá skráningu eignar til afsals. Ég var vel upplýst og það gekk hratt og vel fyrir sig og málum fylgt vel eftir. Ég mún klárlega leita til Þóreyjar næst þegar ég er í söluhugleiðingum. Kveðja, Karen Ósk Óskarsdóttir”
- “Þórey hefur aðstoðað mig við sölu fasteigna í nokkur ár. Hún er einstaklega fagleg, lipur og þægileg í samskiptum. Öll söluferli hafa gengið eins og í sögu. Ég get því heilshugar mælt með Þóreyju. Kv Valur Þór Gunnarsson.”
- “Þórey fær okkar bestu meðmæli. Þjónustan til fyrirmyndar og allt söluferlið gekk eins og vel smurð vél. Búin að selja fyrir okkur tvær eignir og við mælum alltaf með henni. Kv Bjössi og Helena úr Ljárskógum”
- “Þórey var svo drífandi, jákvæð og hjálpleg í gegnum allt ferlið, við treystum henni 100% og ég fann að við þurftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Hún fylgdi okkur í gegnum allt ferlið og meira en það. Hún kann að selja fasteignir og var fagmennskan uppmáluð. Mæli með henni við alla sem vilja selja vel og örugglega, án allra eftirmála og mun alltaf leita til hennar aftur. Kv Bryndís Sigurðardóttir og fjölskylda úr Furuás.”
- “Við gætum ekki verið sáttari með allt ferlið þegar kom að því að selja okkar fasteign. Treystum Þórey 100% í öllum ákvörðunum og það stóðst allt sem hún sagði. Kærar þakkir enn og aftur fyrir allt saman, við komum til með að mæla með þér áfram um ókomna tíð. Kær kveðja, Jóhanna og Arnar úr Hraunbænum.”
- “Þórey sá um söluna á íbúðinni okkar nýlega, það er mjög gott að eiga í samskiptum við hana og hún kann sitt fag vel. Söluferlið allt gekk mjög vel fyrir sig og hún var okkur alltaf innan handar. Við gætum ekki mælt meira með henni og myndum hiklaust leita til hennar aftur. Arna og Þorvaldur”
- “Ég get hiklaust mælt með Þóreyju hjá Landmark. Hún hefur hefur selt fasteignir og séð um kaup á fasteignum fyrir mig. Það skín í gegnum störf hennar, hversu gaman hún hefur af starfi sínu og gerir það uppá 10 með bros á vör. Hún sér nánast um allt nema að skrifa undir. Ef ég þyrfti á fasteignasala að halda kæmi enginn annar til greina, starfið leikur í höndunum á henni. Það er líka auðvelt að ná í hana þegar á þarf að halda og hún er búin að leysa málin á núll einni, söluferli og kaup gengu eins og í sögu. Svo er svo auðvelt að muna símanúmerið hennar – 663 2300. Kv Birna í Sjávargrundinni”